Hljóður – Hrönn Svansdóttir

Hljóður Kaupa hér
Geisladiskur sem inniheldur 12 lög, þekkt íslensk dægurlög í bland við önnur lög, öll lögin eru róleg og er tónlistinni ætlað að fá hlustendur til að slaka á og njóta. Lögin er mörg hver hægari en venja er og eru þau öll valin með tilliti til textainnihalds. Með Hrönn á disknum er Óskar Einarsson pianoleikari og annast hann einnig upptökur og eftirvinnslu. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Friðrik Karlsson gítarleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari og Ari Bragi Kárason sem spilar á flugelhorn. Hljóðblöndun og tónjöfnun var í höndum Gunnars Smára Helgasonar. Hönnun og ljósmyndir á umslagi á Guðjón Hafliðason.
Hér er hægt að kaupa diskinn og fá hann sendan í pósti og með þeim kaupum fylgir einnig rafræn útgáfa og því er hægt að hala lögunum niður og hlusta strax á diskinn.
Útsölustaðir: Penninn Eymundsson, Skífan, Elkó, Heimakaup og stærri Hagkaupsverlsanir.
Þetta er fyrsta sólóplata Maríönnu Másdóttur. Platan inniheldur 14 lög og spanna þau allt frá rólegum fallegum lögum upp í stærri lög með 60 manna kór og hljómsveit og allt þar á milli. Maríanna er söngkona sem hefur komið mikið fram síðustu 20 árin við ýmsa viðburði og tónleika og sungið inn á plötur m.a með landsþekktum aðilum. Hún syngur aðallega gospeltónlist en hefur sungið líka klassíska tónlist sem og dægurlagatónlist. Með henni á þessari plötu er einvalið tónlistarfólk, 60 manna kór og bakraddir. Fallegur og kraftmikill diskur á ferð sem lætur engan ósnertann!