Blessun

Laura Mixon Story, Liz Story / Guðlaugur GunnarssonÉg bið um blessun, ég bið um frið,
um björgun vinar míns og vernd á næturtíð.
Ég bið um lækning, um lánsemi,
ég bið líknsöm hönd þín Guð mín sefi særindi.
En hvert og eitt þú heyrir bænarorð
og elskar meir en svo að varpir fyrir borð.Því hvað ef þín blessun berst með regni,
gefir þú bata gegnum tár?

Hvað svo ef enn ein svefnlaus nótt
mér sýni - að þú ert mér hjá?
Hvað ef erfiðleikar lífs í leynum eru mildi þín?Ég bið um visku, þú vitrist mér

og vont mér þykir ef ég finn ei fyrir þér.

Að þú mig elskir í efa dró,
eins og öll þín fyrirheit,
þitt orð sé ekki nóg!
En hvert og eitt þú heyrir neyðaróp
þú hlustar eftir trú sem treystir einum þér.Því hvað ef þín blessun berst með regni,
gefir þú bata gegnum tár?

Hvað svo ef enn ein svefnlaus nótt
mér sýni - að þú ert mér hjá?
Hvað ef raunir þessa lífs
í leynum reynast mildi þín?Er vinir bregðast
og verður myrkrið svart

ég veit að sviðinn minnir á
ég ekki er, ég ekki heima er,
í útlegð er.Því hvað ef þín blessun berst með regni,
gefir þú bata gegnum tár?

Hvað svo ef enn ein svefnlaus nótt
mér sýni - að þú ert mér hjá?
Hvað þá ef vonbrigðin mín verstu,
þegar verður lífið beitt,

birti þann sára þorsta sem að heimur sefað fær ei neitt?
Og hvað ef raunir þessa lífs

með regn og storm og næturstríð

í leynum reynast mildi þín?

1.900 kr
[Rafræn tónlist og geisladiskur 2.900]

Blessun

Double click on above image to view full picture

Zoom Out
Zoom In
1.900 kr