Nógu lágt

Nichole Nordeman / Guðlaugur Gunnarsson


 


Mikli Guð,


lút nógu lágt svo heyrir mig.


Áður fyrr í angist grét ég


ein var ljónagryfju í


nokkrum sinnum hef ég spurt þig,


viltu sjóinn kljúfa á ný?


En í kvöld ég ekki þarfnast stólpa elds á himni hátt


ég vildi bara að þú mig bærir ef ég brysti í grát.


Mikli Guð,


lút nógu lágt svo heyrir mig.


 


Mikli Guð,


ver nærri mér svo finni’ ég þig.


Stundum gat ég ekki gengið alein Golíati mót,


hvernig gátu líka gleymst mér göngur kringum Jerikó?


En í kvöld ég ætla ekki út að leggja reyfi mitt


ég vildi bara vita að blessist allt og verði gott á ný.


Mikli Guð,


ver nærri mér svo finni’ ég þig.


 


Mér ljúft er Guði lof að tjá


þeim er leyndardóma fyrrum vann


sjá ótal mörg hans undratákn


þegar alheimssögu breytti hann.


Mér í kvöld er höfgi í hjarta


og þá hljóðu bæn nú einlægt fram ég ber:


Ertu hér?


 


Ef þú vildir skrifa’ á vegginn


frá þér vonarorð til mín


djúpa visku í draumi gæfir


eins og Daníel sýn.


Ekki þarf ég afl sem Samson


hvað þá eldvagn er ég dey.


Ég vildi bara vita að hvert mitt hár þér væri ei gleymt.


Mikli Guð,


ertu hér?


Lút nógu lágt svo heyrir mig.


 


VIÐBÓTARTEXTI:
Stundum er erfitt að trúa því að hinn mikli Guð sem allt getur og hefur allan heiminn í hendi sér, muni eftir mér…

1.900 kr
[Rafræn tónlist og geisladiskur 2.900]

 Nógu lágt

Double click on above image to view full picture

Zoom Out
Zoom In
1.900 kr